Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
banner
   sun 01. október 2023 20:16
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Það er fátt betra en að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Í okkar huga var þetta 50 milljón króna leikurinn. Segir Þengill Orrason sem skoraði sigurmark Fram gegn KA í kvöld. Fram fór með sigrinum langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Framarar mættu mjög svo tilbúnir í leikinn og hver og einn leikmaður var mættur til að berjast fyrir merkið á treyjunni.

„Það var ekkert annað í boði. Við komum með það hugarfar að vinna leikinn. ÍBV vann HK og það hefði verið helvíti sárt að vinna ekki leikinn og vera svo að fara í úrslitaleik við Fylki um næstu helgi. Það er miklu skemmtilegra að klára þetta hérna heima fyrir framan okkar stuðningsmenn."

Þengill skoraði líka mikilvægt mark gegn ÍBV um seinustu helgi en Þengill er hafsent og er ekki vanur að skora mikið.

„Ég hef alltaf vitað að ég er með markanef innra með mér og það er að koma í ljós á þessu tímabili. Ég er því miður ekki vanur að vera skora mikið en ég er að gera það á réttum tímapunkti."

Þengill spilaði ekki neitt fyrir Fram fyrir tvískiptingu en er núna að festa sæti sitt í liðinu.

„Draumurinn var alltaf að fá að spila eitthverja leiki í sumar en ekki beint undir þessum kringumstæðum. Ég fékk kallið hjá Ragga og þá verður maður bara að standa sig og að skora eitthver mörk er bara plús."

Þengill er mikil aðdáandi af því að spila fyrir þjálfarann sinn Ragnar Sigurðsson sem var auðvitað hafsent sjálfur.

„Það er fátt betra. Þetta er draumur fyrir mig sem varnarmann að spila fyrir hann. Hann er alltaf að hjálpa mér og ég finn það bara að ég er miklu betri varnarmaður. Delphin Tshiembe hefur líka hjálpað mér ekkert eðlilega mikið. Þetta er ógeðslega gaman. Ég á von á því að Raggi haldi áfram með liðið á næsta ári."
Athugasemdir
banner
banner
banner