Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 01. október 2023 20:16
Kjartan Leifur Sigurðsson
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Raggi er í miklu uppáhaldi hjá Þengli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Það er fátt betra en að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Í okkar huga var þetta 50 milljón króna leikurinn. Segir Þengill Orrason sem skoraði sigurmark Fram gegn KA í kvöld. Fram fór með sigrinum langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KA

Framarar mættu mjög svo tilbúnir í leikinn og hver og einn leikmaður var mættur til að berjast fyrir merkið á treyjunni.

„Það var ekkert annað í boði. Við komum með það hugarfar að vinna leikinn. ÍBV vann HK og það hefði verið helvíti sárt að vinna ekki leikinn og vera svo að fara í úrslitaleik við Fylki um næstu helgi. Það er miklu skemmtilegra að klára þetta hérna heima fyrir framan okkar stuðningsmenn."

Þengill skoraði líka mikilvægt mark gegn ÍBV um seinustu helgi en Þengill er hafsent og er ekki vanur að skora mikið.

„Ég hef alltaf vitað að ég er með markanef innra með mér og það er að koma í ljós á þessu tímabili. Ég er því miður ekki vanur að vera skora mikið en ég er að gera það á réttum tímapunkti."

Þengill spilaði ekki neitt fyrir Fram fyrir tvískiptingu en er núna að festa sæti sitt í liðinu.

„Draumurinn var alltaf að fá að spila eitthverja leiki í sumar en ekki beint undir þessum kringumstæðum. Ég fékk kallið hjá Ragga og þá verður maður bara að standa sig og að skora eitthver mörk er bara plús."

Þengill er mikil aðdáandi af því að spila fyrir þjálfarann sinn Ragnar Sigurðsson sem var auðvitað hafsent sjálfur.

„Það er fátt betra. Þetta er draumur fyrir mig sem varnarmann að spila fyrir hann. Hann er alltaf að hjálpa mér og ég finn það bara að ég er miklu betri varnarmaður. Delphin Tshiembe hefur líka hjálpað mér ekkert eðlilega mikið. Þetta er ógeðslega gaman. Ég á von á því að Raggi haldi áfram með liðið á næsta ári."
Athugasemdir
banner
banner