Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 23. september 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Þengill Orrason var að spila sinn annan leik í Bestu deildinni í sumar er Fram gerði 2-2 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Þengill, sem er fæddur árið 2005, kom inn í byrjunarlið Fram gegn HK í síðustu umferð og var þá aftur í liðinu í dag.

Hann gerði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann skallaði aukaspyrnu Arons Jóhannssonar í netið í uppbótartíma og tryggði Frömurum stig.

„Skemmtilegt að skora fyrsta markið, en leiðinlegt [hvernig fór] Við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig, en veit ekki hvort það sé mér að kenna þarna í fyrsta markinu. Við þurfum alla vega að gera betur og geta klárað svona 90 mínútna leiki. Við erum í fallbaráttu, því miður, og þá þurfum við að klára svona leiki.“

„Þessi völlur er kannski ekki til fyrirmyndar. Ég er alinn upp á gervigrasi, þannig þetta var pínu öðruvísi, en gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður var pínu óöruggur í byrjun, en síðan venst þetta bara,“
sagði Þengill við Fótbolta.net.

Honum fannst ekki beint sanngjarnt þegar Eyjamenn skoruðu tvö á fimm mínútum.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þeir eiginlega ekkert ógna marki, þeir skjóta í stöngina og það er eina færið sem þeir fá fyrstu 70 mínúturnar. Í lokin hættum við að geta stigið upp, því það var ekki pressa og þá féllum við aftar og aftar og þá lá þetta því miður í loftinu.“

Þengill gerði sitt fyrsta deildarmark fyrir Fram og valdi sér hárrétt augnablik til að gera það.

„Mér leið alltaf eins og ég væri að fara skora á móti HK í síðasta leik og ég kom inn með sömu tilfinningu hérna. Ég ætlaði bara að skora og enginn annar betri tímapunktur en að skora jöfnunarmarkið í lokin. Sætt og fátt betra.“

Þengill lenti í alls konar óhöppum í leiknum sem varð til þess að hann fékk blóðnasir.

„Ég veit það ekki alveg. Ég datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara blanda af öllu. Týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum,“ sagði Þengill í lokin.
Athugasemdir
banner