Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   lau 23. september 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Þengill Orrason var að spila sinn annan leik í Bestu deildinni í sumar er Fram gerði 2-2 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Þengill, sem er fæddur árið 2005, kom inn í byrjunarlið Fram gegn HK í síðustu umferð og var þá aftur í liðinu í dag.

Hann gerði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann skallaði aukaspyrnu Arons Jóhannssonar í netið í uppbótartíma og tryggði Frömurum stig.

„Skemmtilegt að skora fyrsta markið, en leiðinlegt [hvernig fór] Við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig, en veit ekki hvort það sé mér að kenna þarna í fyrsta markinu. Við þurfum alla vega að gera betur og geta klárað svona 90 mínútna leiki. Við erum í fallbaráttu, því miður, og þá þurfum við að klára svona leiki.“

„Þessi völlur er kannski ekki til fyrirmyndar. Ég er alinn upp á gervigrasi, þannig þetta var pínu öðruvísi, en gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður var pínu óöruggur í byrjun, en síðan venst þetta bara,“
sagði Þengill við Fótbolta.net.

Honum fannst ekki beint sanngjarnt þegar Eyjamenn skoruðu tvö á fimm mínútum.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þeir eiginlega ekkert ógna marki, þeir skjóta í stöngina og það er eina færið sem þeir fá fyrstu 70 mínúturnar. Í lokin hættum við að geta stigið upp, því það var ekki pressa og þá féllum við aftar og aftar og þá lá þetta því miður í loftinu.“

Þengill gerði sitt fyrsta deildarmark fyrir Fram og valdi sér hárrétt augnablik til að gera það.

„Mér leið alltaf eins og ég væri að fara skora á móti HK í síðasta leik og ég kom inn með sömu tilfinningu hérna. Ég ætlaði bara að skora og enginn annar betri tímapunktur en að skora jöfnunarmarkið í lokin. Sætt og fátt betra.“

Þengill lenti í alls konar óhöppum í leiknum sem varð til þess að hann fékk blóðnasir.

„Ég veit það ekki alveg. Ég datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara blanda af öllu. Týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum,“ sagði Þengill í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner