Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 23. september 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Þengill Orrason var að spila sinn annan leik í Bestu deildinni í sumar er Fram gerði 2-2 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Þengill, sem er fæddur árið 2005, kom inn í byrjunarlið Fram gegn HK í síðustu umferð og var þá aftur í liðinu í dag.

Hann gerði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann skallaði aukaspyrnu Arons Jóhannssonar í netið í uppbótartíma og tryggði Frömurum stig.

„Skemmtilegt að skora fyrsta markið, en leiðinlegt [hvernig fór] Við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig, en veit ekki hvort það sé mér að kenna þarna í fyrsta markinu. Við þurfum alla vega að gera betur og geta klárað svona 90 mínútna leiki. Við erum í fallbaráttu, því miður, og þá þurfum við að klára svona leiki.“

„Þessi völlur er kannski ekki til fyrirmyndar. Ég er alinn upp á gervigrasi, þannig þetta var pínu öðruvísi, en gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður var pínu óöruggur í byrjun, en síðan venst þetta bara,“
sagði Þengill við Fótbolta.net.

Honum fannst ekki beint sanngjarnt þegar Eyjamenn skoruðu tvö á fimm mínútum.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þeir eiginlega ekkert ógna marki, þeir skjóta í stöngina og það er eina færið sem þeir fá fyrstu 70 mínúturnar. Í lokin hættum við að geta stigið upp, því það var ekki pressa og þá féllum við aftar og aftar og þá lá þetta því miður í loftinu.“

Þengill gerði sitt fyrsta deildarmark fyrir Fram og valdi sér hárrétt augnablik til að gera það.

„Mér leið alltaf eins og ég væri að fara skora á móti HK í síðasta leik og ég kom inn með sömu tilfinningu hérna. Ég ætlaði bara að skora og enginn annar betri tímapunktur en að skora jöfnunarmarkið í lokin. Sætt og fátt betra.“

Þengill lenti í alls konar óhöppum í leiknum sem varð til þess að hann fékk blóðnasir.

„Ég veit það ekki alveg. Ég datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara blanda af öllu. Týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum,“ sagði Þengill í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner