Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Hasenhuttl hjá Southampton næstu fjögur árin (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Southampton er búið að staðfesta undirskrift Ralph Hasenhüttl sem verður áfram við stjórnvöl félagsins til sumarsins 2024.

Spilamennska Southampton undir stjórn Hasenhüttl hefur þótt afar góð þó úrslitin hafi ekki alltaf fylgt en stjórnendur félagsins standa þétt við bakið á stjóranum.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að nú fái Hasenhüttl góða upphæð til að eyða í nýja leikmenn en hann hefur lítið fengið að kaupa á einu og hálfu ári hjá félaginu.

Gao Jisheng, meirihlutaeigandi Southampton, hefur reynt að selja hlut sinn í félaginu undanfarna mánuði en án árangurs. Þrátt fyrir það segja fjölmiðlar hann vera tilbúinn til að styrkja félagið til muna í sumar.

Jisheng á 80% hlut í Southampton og vildi 300 milljónir punda áður en Covid-19 skall á.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner