Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. júní 2023 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Götze framlengir við Frankfurt til 2026
Mario Götze í leik með Frankfurt
Mario Götze í leik með Frankfurt
Mynd: EPA
Þýski sóknartengiliðurinn Mario Götze verður áfram hjá Eintracht Frankfurt en hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í dag.

Götze, sem er þrítugur, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Frankfurt frá því hann kom á frjálsi sölu frá PSV á síðasta ári.

Ferillinn fór hratt niður á við eftir HM 2014 er hann tryggði Þjóðverjum sigur á HM en meiðsli settu vissulega strik í reikninginn og þá átti hann erfitt með að halda sér í formi.

Nú hefur hann aldrei verið sprækari. Hann hefur spilað 45 leiki og komið að tólf mörkum með Frankfurt á tímabilinu og í heildina leikið 3733 mínútur.

Síðustu tvö tímabil hefur hann haldið sér heilum og nú hefur hann verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína og framlengt við Frankfurt til 2026.

Liðið á möguleika á því að vinna þýska bikarinn á morgun er það mætir RB Leipzig í Berlín.
Athugasemdir
banner
banner
banner