Heimamenn í Marokkó enduðu á toppnum í A-riðli í Afríkukeppninni eftir öruggan sigur gegn Sambíu í kvöld. Malí fylgir þeim í 16-liða úrslitin eftir bragðdauft markalaust jafntefli gegn Kómoreyjum.
Brahim Diaz, leikmaður Real Madrid, skoraði þriðja markið sitt í jafn mörgum leikjum fyrir Marokkó í 3-0 sigri gegn Sambíu.
Malí stjórnaði ferðinni gegn Kómoreyjum sem veðjaði á skyndisóknir en hvorugu liðinu tókst að skora.
Marokkó endar með sjö stig en Malí með þrjú stig en liðið gerði jafntefli í öllum þremur leikjunum. Kómoreyjar og Sambía eru úr leik.
Commores 0 - 0 Mali
Rautt spjald: Amadou Haidara, Mali ('88)
Zambia 0 - 3 Morocco
0-1 Ayoub El Kaabi ('9 )
0-2 Brahim Diaz ('27 )
0-3 Ayoub El Kaabi ('50 )
Athugasemdir



