Daniele De Rossi sneri aftur til Rómar í kvöld eftir að hafa verið rekinn frá Roma í september. Hann var einnig leikmaður liðsins frá 2000-2019. Hann var fyrirliði frá 2017.
Hann stýrði Genoa í 3-1 tapi gegn Roma í kvöld. Hann fékk góðar móttökur frá stuðningsmönnum Roma og Paulo Dybala, Gianluca Mancini og Manu Kone föðmuðu hann fyrir leikinn.
Hann stýrði Genoa í 3-1 tapi gegn Roma í kvöld. Hann fékk góðar móttökur frá stuðningsmönnum Roma og Paulo Dybala, Gianluca Mancini og Manu Kone föðmuðu hann fyrir leikinn.
Eftir leikinn gekk hann í kringum völlinn til að kveðja stuðningsmenn Roma en hann hann var súr á svipinn eftir tapið.
„Ég er reiður innra með mér, þetta er pirrandi því ég kunni ekki að meta frammistöðuna. Tilfinningin er til staðar þrátt fyrir kveðjustundina, stuðninginn frá stuðningsmönnum, fyrrum stuðningsmönnum og fyrrum leikmönnum," sagði De Rossi.
„Þeir hefðu gert það sama þótt þetta hefði endað með jafntefli, sigri eða tapi. Það hefði verið betra að kveðja þá eftir öðruvísi frammistöðu. Ég biðst afsökunar að ég hafi verið alvarlegur á svip á kveðjustundinni, en þau þekkja mig. Þau vita að ég upplifi fótboltann svona."
Athugasemdir




