Jólin voru gjafmild hjá mörgum tippurum en tvö félög, FH og Fylkir, fengu 13 rétta í húskerfum sínum á Enska Getraunaseðlinum.
Húskerfi Fylkis, sem kallast húskerfi Einars Ásgeirs, hefur verið starfandi í mörg ár og taka um 30 manns þátt hverja helgi. Um síðustu helgi gekk allt upp og náði kerfið 13 réttum. Vinningsupphæðin er um 1,5 milljón króna.
FH-ingar geta einnig farið glaðir inn í nýtt ár því húskerfið þeirra með um 40 þátttakendur fékk 13 rétta og um 1,6 milljón króna í vinning.
Getrauna starf félaganna skilar einnig beinum tekjum til félaganna, þar sem 26% af upphæðinni sem tippað er fyrir hverju sinni, rennur til félagsins.
Stjórnendur húskerfis Fylkis og FH hafa staðið sig vel í gegnum árin og mega vera stoltir af sínu félagsstarfi.
Athugasemdir



