Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
banner
   mán 29. desember 2025 16:23
Elvar Geir Magnússon
Johnson á blaði ef Semenyo fer til City
Mynd: EPA
Bournemouth horfir til Brennan Johnson, leikmanns Tottenham, sem mögulegan kost til að fylla skarð Antoine Semenyo sem er líklega á leið til Manchester City.

City er komið vel á veg í viðræðum við umboðsmenn Semenyo en hann er með 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Bournemouth.

Semenyo sem er 25 ára vængmaður hefur átt mjög öflugt tímabil, er með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 16 úrvalsdeildarleikjum.

Crystal Palace hefur einnig sýnt Johnson áhuga en hann hefur aðeins byrjað einn af síðustu sjö leikjum Tottenham.

Johnson skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United fyrr á árinu. Þar með lauk sautján ára bið Spurs eftir bikar. Velski landsliðsmaðurinn var markahæsti leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með ellefu mörk
Athugasemdir
banner
banner