Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásgeir Frank spáir í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Ásgeir Frank að störfum.
Ásgeir Frank að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: EPA
Arsenal mætir Aston Villa í stórleik í kvöld.
Arsenal mætir Aston Villa í stórleik í kvöld.
Mynd: EPA
Nær Sesko að skora í kvöld?
Nær Sesko að skora í kvöld?
Mynd: EPA
Nær Leeds að gera eitthvað á Anfield?
Nær Leeds að gera eitthvað á Anfield?
Mynd: EPA
Hinrik Harðarson var með sex rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er leikið þétt þessa dagana og næsta umferð hefst í kvöld.

Ásgeir Frank Ásgeirsson, aðstoðarþjálfari Fjölnis og meðlimur í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið, spáir í leikina að þessu sinni.

Burnley 1 - 3 Newcastle (19:30 í kvöld)
Burnley liðið getur lítið sem ekkert, Newcastle menn mæta pirraðir á Turf Moor eftir frábæran seinni hálfleik á Old Trafford í síðasta leik. Jafn fyrri hálfleikur svo take over í seinni hálfleik. Woltemade skorar tvö.

Chelsea 2 - 2 Bournemouth (19:30 í kvöld)
Chelsea fá á sig mörk ef Badiashile spilar. Hann er of klunnalegur til þess að geta verið hafsent í toppliði. Vantar stöðugleika aftast hjá Chelsea. Komnir með Reece James sem er orðinn bara sturlaður miðjumaður og Palmer úr meiðslum, þeir verða ekki í vandræðum að skora.

Nottingham Forest 1 - 0 Everton (19:30 í kvöld)
Þetta verður lokað en mikil orka og barátta. Sean Dyche er snillingur að kreista út svona sigra þegar þetta snýst um fight og baráttu. Grealish, Dewsbury Hall og Ndiaye ekki með og það eru mennirnir sem gera allt fram á við þannig 0,08 XG hjá Everton og Morgan Gibbs White með late winner.

West Ham 1 - 2 Brighton (19:30 í kvöld)
Erfiður leikur að spá, mér finnst West Ham liðið líta betur út í síðustu leikjum og líta meira út eins og lið síðan Nuno tók við en samt hafa stigin ekki verið að detta. Welbeck kemur inn í byrjunarlið Brighton og hann er alltaf að fara að skora!

Arsenal 3 - 1 Aston Villa (20:15 í kvöld)
Ég bara trúi ekki að Aston Villa geti unnið fleiri leiki í röð, þeir eru búnir að vera lélegir í mörgum leikjum en svo koma einstaklingsgæðin á síðasta þriðjung og bjarga þeim og oftast seint í leikjum, þeir munu fá færri tækifæri og stöður í þessum leik. Saka á móti Maatsen er unfair match, Saka skorar og leggur upp á sænsku kjötbolluna.

Man Utd 3 - 0 Wolves (20:15 í kvöld)
Gott að fá að spila við Woles strax aftur. Besti leikur sem ég hef séð United spila í mörg ár. Segir margt um þessa skelfilegu Úlfa. Liverpool og Arsenal voru í brasi með þá en við verðum það að sjálfsögðu ekki. Sesko hlýtur að skora annars má hann bara fara í janúar. Sesko setur tvö og kveikir á sér, svo skorar Cunha gegn sínum gömlu vinum.

Crystal Palace 0 - 0 Fulham (17:30 á fimmtudag)
Engin sýning á Selhurst á nýju ári. 0.63 vs 0.50 XG mun ekki skila marki. Bæði lið með nokkur meiðsli og menn í Afríkukeppni og verða bara sátt með stigið.

Liverpool 1 - 2 Leeds (17:30 á fimmtudag)
Upset helgarinnar verður að gamli Everton maðurinn sér um þennan leik og hendir í instagram færslu beint eftir leik. Konate er með lítið sjálfstraust þegar á reynir og mikið sjálfstraust í Calvert-Lewin. Leeds liðið hefur verið gott að undanförnu og negla Liverpool menn aftur niður á jörðina. Calvert-Lewin og Jaka Bijol með mörk Leeds manna.

Brentford 3 - 1 Tottenham (20:00 á fimmtudag)
Spurs liðið hefur verið eitt leiðinlegasta lið deildarinnar á þessu tímabili og ég myndi sakna Ange ef ég væri Spurs maður, hafa sýnt alltof lítinn stöðugleika og lítil orka í þeim. Þeir unnu flottan sigur á Palace í síðustu umferð en þeir vinna ekki tvo erfiða útileiki í röð. Brentford skora tvö mörk úr löngum innköstum sem er aðal tískan í dag svo skorar Igor Thiago eftir skyndisókn.

Sunderland 0 - 3 Man City (20:00 á fimmtudag)
Sunderland með sex leikmenn í Afríkukeppni og Man City virðast ætla að keppa við Arsenal um titilinn. Þeir rúlla yfir Sunderland í þessum leik. Þetta verður búið í fyrri hálfleik og svo meira cruise control í seinni hálfleik eins og Guardiola er þekktur fyrir. Mikið control possession. Halla D með 2 og Foden 1.

Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner