Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   þri 30. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steinar Logi áfram spilandi aðstoðarþjálfari Magna
Mynd: Magni
Steinar Logi Þórðarson verður áfram spilandi aðstoðarþjálfari Magna næsta sumar.

Steinar Logi, eða Logi eins og hann er yfirleitt kallaður, var ráðinn aðstoðarþjálfari síðasta sumar en hann aðstoðaði Guðmund Óla Steingrímsson.

Hann spilaði einnig tólf leiki fyrir liðið sem spilar í 2. deild næsta sumar eftir að hafa hafnað í 2. sæti í 3. deild síðasta sumar.

Logi er fæddur árið 1993 og er uppalinn í Þór. Hann gekk til liðs við Magna frá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann hefur spilað 298 leiki á tímabilinu og skorað 13 mörk.
Athugasemdir
banner
banner