Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 10:10
Kári Snorrason
Heimild: Birmingham Live 
Alfons: Ég er ekki heimskur, ég veit hvernig fótbolti virkar
Alfons hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á tímabilinu.
Alfons hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons og Willum eru liðsfélagar í Birmingham.
Alfons og Willum eru liðsfélagar í Birmingham.
Mynd: Birmingham City
Alfons Sampsted hefur unnið sig inn í lið Birmingham í Championship deildinni eftir að hafa þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á tímabilinu.

Hann spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í gærdag en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum þegar 24 umferðir eru liðnar. Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði.

Willum Þór Willumsson er liðsfélagi Alfons í Birmingham en liðið situr í 15. sæti Championship deildarinnar. Willum hefur komið við sögu í síðustu þremur leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarna mánuði.

Alfons ræddi við Birmingham Live um bekkjarsetuna og endurkomuna inn í liðið eftir jafnteflið gegn Southampton.

„Ég er ekki heimskur, ég veit hvernig fótbolti virkar. Þegar liðið sækir leikmenn í mína stöðu þá færist ég aftar í röðinni. Þeir myndu ekki kaupa leikmenn í mína stöðu ef ég væri framar í goggunarröðinni,“ segir Alfons.

Meiðsli og þátttaka liðsfélaga Alfonsar í Afríkukeppninni opnuðu möguleikana hans á að snúa aftur inn í liðið en tækifærin voru af skornum skammti framan af tímabili.

„Það er ekkert meitlað í stein í boltanum. Ef þú spilar vel þá geturu unnið þig aftur í liðið. Ég hef þurft að gera sem mest úr mínútunum sem ég hef fengið.

Það er ekki létt að halda sér í formi og vera klár í að spila 90 mínútur í leikjum sem er opinn og hátt spennustig í eins og í þessum leik. Þá kemur fagmennskan inn. Maður verður að halda áfram og leggja á sig vinnuna, þá getur maður enst í 90 mínútur,“
sagði Alfons að lokum.

Í sumar hugsaði Alfons sig til hreyfings vegna stöðunnar sinnar í liðinu. Al­fons gekk til liðs við Bir­ming­ham á síðasta ári á láni frá Twente. Birmingham ákvað síðan í sum­ar að nýta sér kaupá­kvæði í láns­samn­ingi Al­fons.
Athugasemdir
banner
banner