Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 15:30
Kári Snorrason
Sarri gekkst undir vel heppnaða aðgerð
Sarri er 65 ára gamall.
Sarri er 65 ára gamall.
Mynd: EPA
Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, gekkst undir vel heppnaða þræðingaraðgerð vegna gáttatifs í morgun. Félagið greindi frá fregnunum fyrr í dag.

Aðgerðin var fyrirframákveðin og segir í tilkynningu liðsins að hann muni snúa aftur innan nokkurra daga.

Sarri var á hliðarlínunni síðastliðinn laugardag er Lazio gerði 1-1 jafntefli við Udinese. Næstkomandi sunnudag mætir Sarri sínu gömlu félögum í Napoli og vonast þjálfarinn til að vera kominn til baka á hliðarlínunni þá.

Í tilkynningu félagsins segir að reynslumikill læknir hafi staðið að aðgerðinni og læknir Lazio verið viðstaddur.

Sarri er 66 ára gamall, en hann tók við Lazio í sumar aðeins 15 mánuðum eftir að hafa fengið sparkið frá félaginu.


Athugasemdir
banner