Ajax er í leit að vinstri bakverði og leitaði til Burnley samkvæmt heimildum hollenska miðilsins VI.
Ajax vildi fá Quilindschy Hartman en hann hefur engan áhuga á að fara til Ajax þar sem hann er uppalinn hjá erkifjendunum í Feyenoord.
Ajax vildi fá Quilindschy Hartman en hann hefur engan áhuga á að fara til Ajax þar sem hann er uppalinn hjá erkifjendunum í Feyenoord.
Hartman gekk til liðs við Burnley frá Feyenoord í sumar en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu að undanförnu. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum af síðustu fjórum leikjum Burnley.
Hartman vill sanna sig fyrir Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands, fyrir HM næsta sumar og íhugar að yfirgefa Burnley aðeins hálfu ári eftir komuna til félagsins.
Athugasemdir





