Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Infantino ver hátt miðaverð: Brjáluð eftirspurn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, með vini sínum Infantino.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, með vini sínum Infantino.
Mynd: EPA
Gianni Infantino, forseti FIFA, ver hátt miðaverð á HM og segir það einfaldlega endurspegla þá miklu eftirspurn sem sé eftir miðum á leiki keppninnar.

Miðaverð á leiki riðlakeppninnar á HM á næsta ári; sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, er allt að þrefalt hærra en á HM 2022 í Katar.

„Við höfum sex til sjö milljón miða til sölu og á fimmtán dögum höfum við fengið 150 milljón beiðnir um miða. Tíu milljónir beiðna á dag. Það sýnir hversu kraftmikið HM er," segir Infantino.

„FIFA hefur í 100 ára sögu HM selt 44 milljón miða samtals svo á tveimur vikum hefðum við getað fyllt 300 ár af HM. Hugsið út í það. Það er algjört brjálæði."

FIFA kynnti takmarkað magn af ódýrari miðum á leiki HM eftir að hafa verið gagnrýnt fyrir miðaverðið.
Athugasemdir
banner
banner