Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest kvartar undan dómgæslunni gegn Man City
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: EPA
Rayan Cherki skoraði sigurmarkið
Rayan Cherki skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur kvartað undan dómgsælunni gegn Man City í 2-1 tapi um helgina.

Sean Dyche taldi að sigurmark Rayan Cherki hafi ekki átt að standa þar sem brotið hafi verið á Morgan Gibbs-White í aðdragandanum.

„Þetta var svo auðveldur leikur til að dæma, þetta átti að vera svo auðveld ákvörðun fyrir VAR-herbergið," sagði Dyche eftir lokaflautið.

„Það er leiðinlegt að þurfa að mæta hingað eftir leik og tala um dómgæsluna þegar við spiluðum svona frábærlega gegn rosalega sterkum andstæðingum. Dómararnir höfðu alltof mikil áhrif á leikinn, allir sem horfðu gátu séð það hvort sem þeir voru á áhorfendapöllunum eða heima í stofu.

„Morgan Gibbs-White reyndi að koma sér fyrir skotið en átti í erfiðleikum því það var augljóslega brotið á honum í aðdragandanum. Þetta er mjög augljóst brot, sama hvernig þú lítur á þetta. Þarna er komið í veg fyrir að leikmaðurinn geti varist skotinu og þess vegna á að flauta.

„Ég er mikill stuðningsmaður VAR kerfisins en ég skil ekki hvernig er hægt að klúðra þessu. Þetta er svo augljóst."


Sjáðu markið hér

Forest hefur beðið ensku dómarasamtökin um upptöku af samskiptum dómarana á vellinum við VAR dómarana til að skilja ákvörðun Rob Jones, dómara leiksins, betur.

VAR getur ekki stigið inn í til að dæma gult spjald en Ruben Dias fékk gult spjald í fyrri hálfleik en var ekki spjaldaður fyrir að brjóta á Igor Jesus þegar hann var að sleppa í gegn í byrjun seinni hálfleiks.

„Þeir segja að þetta sé slys. Ef þetta er slys þegar hann hleypur í gegn á markið þá vitum við öll hvað gerist. Þú færð rautt spjald. Af hverju er þetta slys og hann fær þá ekki gult spjald?“ sagði Dyche.

„Mér finnst þetta bara skrýtið, það finnst mér virkilega. Og ég held að þetta séu auðveldir hlutir. Gefðu honum bara annað gult spjald. Ég er alveg agndofa.“
Athugasemdir
banner