Steven Gerrard, fyrrum miðjumaður Liverpool, er svekktur yfir því að Declan Rice, leikmaður Arsenal, hafi ekki farið til Liverpool á sínum tíma.
Rice gekk til liðs við Arsenal frá West Ham fyrir 103 milljónir punda árið 2023 og er orðinn einn besti leikmaður Englands í dag.
Rice gekk til liðs við Arsenal frá West Ham fyrir 103 milljónir punda árið 2023 og er orðinn einn besti leikmaður Englands í dag.
„Hann er að verða heimsklassa miðjumaður. Við hefðum átt að reyna við hann frá West Ham, ég veit ekki hvort við gerðum það en að hugsa sér hann á þessari miðju núna," sagði Gerrard.
„Ég elska Declan Rice. Ég hef lofsungið hann lengi. Ég þjálfaði Aston Villa gegn West Ham áður en hann fór til Arsenal, ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu stór hann var því ég hafði ekki hitt hann í eigin persónu."
„Maður kemur inn í göngin og hugsar: 'Ó, guð minn góður, þetta er alveg frábær miðjumaður.' Ef þú ert að byggja upp miðjumann, þá hefur hann líkama sem er alveg frábær, ef þú ert 190 cm, 192 cm á hæð og hefur fæturna og kraftinn, þá er það miðjumaðurinn sem þú vilt vera. Hann var rólegur í boltanum, eins og dýr, upp og niður, mér líkar mjög vel við hann sem manneskju líka.“
Athugasemdir


