Aston Villa er það lið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur sýnt mesta elju og hafa lærisveinar Emery komið oftast til baka á tímabilinu.
Alls hefur liðið sótt átján stig úr tapaðri stöðu, sem er sex stigum meira en næsta lið. Liðið sneri taflinu við gegn Chelsea í síðustu umferð og vann 1-2 útisigur á Brúnni.
Alls hefur liðið sótt átján stig úr tapaðri stöðu, sem er sex stigum meira en næsta lið. Liðið sneri taflinu við gegn Chelsea í síðustu umferð og vann 1-2 útisigur á Brúnni.
Villa er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Liðin mætast innbyrðis í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20:15.
Villa hafði betur fyrr í mánuðinum þegar liðin mættust, lokatölur þá 2-1. Aston Villa er á miklu skriði með ellefu sigurleiki í röð á bakinu. Skyldi liðið sigra Arsenal í kvöld bætir Villa félagsmet sem var sett árið 1914.
Aston Villa fær því Duracell viðurkenningu vikunnar hjá Fótbolti.net.
Athugasemdir




