Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   þri 30. desember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mögulega á leið til Bandaríkjanna eftir vonbrigði í Skotlandi
Mynd: EPA
Russell Martin er einn af þeim sem koma til greina sem næsti stjóri Columbus Crew í MLS deildinni í Bandaríkjunum samkvæmt heimildum The Athletic.

Martin stýrði Rangers síðast en hann var rekinn í október eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Columbus er í leit að arftaka Wilfried Nancy sem tók við Celtic fyrr í þessum mánuði.

Martin var stjóri Southampton áður en hann tók við Rangers. Hann kom Southampton upp úr Championship deildinni í gegnum umspilið tímabilið 2023/24 en var rekinn í desember 2024 en liðið féll úr úrvalsdeildinni það tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner