Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
banner
   mán 29. desember 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki hrifinn af stækkun HM - „Ekki leikir sem stuðningsmenn vilja sjá"
Mynd: EPA
Toni Kroos, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, er ekki hrifinn af nýju fyrirkomulagi á HM.

HM fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar en mótið hefur verið stækkað og 48 þjóðir munu taka þátt. 32 þjóðir hafa tekið þátt á mótinu frá 1998.

„Við munum sjá marga leiki fara 5-0 í riðlakeppninni með svona mörgum liðum. Þetta eru ekki leikir sem stuðningsmenn vilja sjá," sagði Kroos.

Kroos var hluti af þýska landsliðinu sem vann Brasilíu 7-1 í undanúrslitum á HM 2014 en hann skoraði tvennu. Þýskaland vann mótið eftir 1-0 sigur gegn Argentínu í úrslitum.

„Ég vil sjá gæðamikla leiki sem við njótum þess að horfa á. Ég hef ekki gaman af 5-0 og 6-0. Þýskaland á móti Brasilíu er ekki á topp 5 listanum mínum," sagði Kroos.
Athugasemdir
banner