Suður-Afríka er komið áfram í 16-liða úrslit í Afríkukeppninni eftir sigur gegn Simbabve í kvöld.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Lyle Foster, framherji Burnley, kom Suður-Afríku yfir snemma í seinni hálfleik. Simbabve jafnaði metin þar sem Aubre Modiba skoraði sjálfsmark en Oswin Appollis skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiksins.
Staðan var 1-1 í hálfleik en Lyle Foster, framherji Burnley, kom Suður-Afríku yfir snemma í seinni hálfleik. Simbabve jafnaði metin þar sem Aubre Modiba skoraði sjálfsmark en Oswin Appollis skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiksins.
Stjörnurnar hjá Egyptalandi voru hvíldar gegn Angóla þar sem liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Leikmenn á borð við Mohamed Salah og Omar Marmoush voru ónotaðir varamenn í markalausu jafntefli.
Egyptaland vann riðilinn með sjö stig. Suður-Afríka með sex stig, Angóla endaði með tvö stig og Simbabve eitt en bæði lið eru fallin úr leik.
Angola 0 - 0 Egypt
Zimbabwe 2 - 3 South Africa
0-1 Tshepang Moremi ('7 )
1-1 Tawanda Maswanhise ('19 )
1-2 Lyle Foster ('50 )
2-2 Aubrey Modiba ('73 , sjálfsmark)
2-3 Oswin Appollis ('82 , víti)
Athugasemdir


