„Það er glórulaust að tala um titilmöguleika okkar núna. Það er desember," segir Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Hann hefur talað niður alla umræðu um titilmöguleika Villa og það hefur ekkert breyst. Liðið hefur verið á miklu flugi og er þremur stigum frá toppsæti enku úrvalsdeildarinnar.
„Mín skoðun hefur ekkert breyst. Við erum mjög stoltir af því hvernig við erum að standa okkur. Okkur líður eins og fjölskylda því við erum meira saman á æfingasvæðinu en við erum með fjölskyldum okkar," segir Emery.
Annað kvöld fer Villa í heimsókn til toppliðs Arsenal. Emery segir Arsenal sigurstranglegasta liðið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
Hann hefur talað niður alla umræðu um titilmöguleika Villa og það hefur ekkert breyst. Liðið hefur verið á miklu flugi og er þremur stigum frá toppsæti enku úrvalsdeildarinnar.
„Mín skoðun hefur ekkert breyst. Við erum mjög stoltir af því hvernig við erum að standa okkur. Okkur líður eins og fjölskylda því við erum meira saman á æfingasvæðinu en við erum með fjölskyldum okkar," segir Emery.
Annað kvöld fer Villa í heimsókn til toppliðs Arsenal. Emery segir Arsenal sigurstranglegasta liðið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
„Á morgun er líklega erfiðasta áskorun sem við getum mætt, við erum að fara að mæta besta liðinu. Þeir eru að spila stórkostlega og eru svo sterkir á öllum sviðum. Þeir hafa verið að bæta sig með hverju árinu og þetta verður áskorun."
„Ég tel Arsenal vera sigurstranglegasta liðið í deildinni. Manchester City er líka að spila virkulega vel og við verðum að vera stoltir af því sem við högfum verið að gera, að vera svona nálægt þessu liðum. En við verðum líka að sýna auðmýkt."
Kamara ekki með vegna leikbanns
Matty Cash og Boubacar Kamara verða ekki með Villa í leiknum á morgun en þeir taka út leikbann.
„Þetta eru mikilvægir leikmenn en svona eru reglurnar, fimm gul spjöld og þú ert kominn í bann. Aðrir leikmenn verða að sýna mikilvægi sitt á morgun," segir Emery sem var þá spurður að því hvort miðjumaðurinn Kamara væri vanmetinn leikmaður?
„Ekki í okkar huga og ekki í mínum. Við framlengdum samningi hans síðasta sumar því við vitum hvað hann getur og hvernig hann getur bætt sig. Hann er enn ungur. Hann meiddist á síðasta ári og var frá í sex til sjö mánuði en kom til baka og var frábær. Hann er að spila betur og betur."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 18 | 13 | 3 | 2 | 33 | 11 | +22 | 42 |
| 2 | Man City | 18 | 13 | 1 | 4 | 43 | 17 | +26 | 40 |
| 3 | Aston Villa | 18 | 12 | 3 | 3 | 29 | 19 | +10 | 39 |
| 4 | Liverpool | 18 | 10 | 2 | 6 | 30 | 26 | +4 | 32 |
| 5 | Chelsea | 18 | 8 | 5 | 5 | 30 | 19 | +11 | 29 |
| 6 | Man Utd | 18 | 8 | 5 | 5 | 32 | 28 | +4 | 29 |
| 7 | Sunderland | 18 | 7 | 7 | 4 | 20 | 18 | +2 | 28 |
| 8 | Brentford | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 | 26 | +2 | 26 |
| 9 | Crystal Palace | 18 | 7 | 5 | 6 | 21 | 20 | +1 | 26 |
| 10 | Fulham | 18 | 8 | 2 | 8 | 25 | 26 | -1 | 26 |
| 11 | Tottenham | 18 | 7 | 4 | 7 | 27 | 23 | +4 | 25 |
| 12 | Everton | 18 | 7 | 4 | 7 | 18 | 20 | -2 | 25 |
| 13 | Brighton | 18 | 6 | 6 | 6 | 26 | 25 | +1 | 24 |
| 14 | Newcastle | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 23 | 0 | 23 |
| 15 | Bournemouth | 18 | 5 | 7 | 6 | 27 | 33 | -6 | 22 |
| 16 | Leeds | 18 | 5 | 5 | 8 | 25 | 32 | -7 | 20 |
| 17 | Nott. Forest | 18 | 5 | 3 | 10 | 18 | 28 | -10 | 18 |
| 18 | West Ham | 18 | 3 | 4 | 11 | 19 | 36 | -17 | 13 |
| 19 | Burnley | 18 | 3 | 3 | 12 | 19 | 34 | -15 | 12 |
| 20 | Wolves | 18 | 0 | 2 | 16 | 10 | 39 | -29 | 2 |
Athugasemdir





