Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 11:05
Kári Snorrason
Úr frystikistunni til Roma?
Disasi hefur ekki spilað aðalliðsleik frá því í maí.
Disasi hefur ekki spilað aðalliðsleik frá því í maí.
Mynd: EPA
Axel Disasi er ekki í náðinni hjá Enzo Maresca þjálfara Chelsea en hann hefur æft með varaliði Chelsea á tímabilinu. Raheem Sterling er jafnframt ekki inn í myndinni hjá Maresca og hefur hann fengið álíka meðferð.

Staðan gæti þó breyst hjá þeim franska nú í janúar en Sky Sport Italia greinir frá því að Roma hafi mikinn áhuga á að sækja varnarmanninn í sínar raðir.

Roma vill sækja Disasi á láni, en þá þarf Chelsea að afturkalla einn leikmann sem er að láni utan Englands þar sem félagið hefur fullnýtt kvótann í útlánum.

Þá gefur auga leið að Lundúnarliðið vill helst selja leikmanninn, en samningur hans við Chelsea rennur út árið 2029. Disasi hefur ekki spilað aðalliðsleik frá því hann var á láni síðasta vor.


Athugasemdir
banner