Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 16:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Gauti braut bein í ristinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson, sem hefur komið öflugur inn í lið Fylkis, braut bein í ristinni í upphitun á æfingu daginn fyrir leikinn gegn HK í síðustu viku og verður líklega frá í nokkar vikur.

„Þetta er ekkert það alvarlegt, en já það passar. Ég braut bein í ristinni en verð mættur á völlinn innan skamms," segir Arnór Gauti í samtali við Fótbolta.net.

Þetta eru gömul meiðsli að taka sig upp að nýju.

„Ég braut bein í ristinni síðasta desember og það endurtók sig núna. Það sem gerðist var að það var stígið létt ofan á mig og ég lenti smá skringilega á löppinni þannig að það var bæði létt högg og líkamsþyngd frá mér sem olli þessu, og ég fann það strax að eitthvað gerðist. Þetta gerðist í upphitun daginn fyrir HK leikinn."

„Framhaldið hjá mér er bara að halda mér í eins góðu standi og hægt er og að byrja í endurhæfingu sem fyrst. Svo bara flýta sér hægt út á völlinn," segir Arnór.

Hinn 18 ára gamli Arnór Gauti var fenginn til Fylkis frá Aftureldingu rétt fyrir mót. Hann hefur spilað djúpur á miðju fyrir Fylki og staðið sig með mikilli prýði.
Athugasemdir
banner
banner
banner