Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. ágúst 2020 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA svarar: Alls engin ástæða til að hefja rannsókn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, skilur hvorki upp né niður í rannsókn sem svissneskur saksóknari hefur hrint af stað. Svisslendingurinn telur að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi aðhafst eitthvað ólöglegt á fundi með ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber.

FIFA gaf strax út að það væri reiðubúið til að veita saksóknara allar þær upplýsingar sem hann þyrfti en í gær birtist nokkuð harðorð yfirlýsing frá sambandinu.

„Það var og er alls engin ástæða til þess að hefja rannsókn. Ekkert sem gerðist var nálægt því að vera ólöglegt eða saknæmt og það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að eitthvað gruggugt hafi verið í gangi," segir í yfirlýsingunni.

Michael Lauber neitar sök en er búinn að segja af sér vegna málsins.

Spillingarásakanir á hendur FIFA eru ekki nýjar af nálinni en fyrrum forseti sambandsins, Sepp Blatter, var dæmdur í bann frá knattspyrnu árið 2015 vegna mútumála.

Sjá meira:
Infantino sakaður um glæpsamlegt athæfi
Athugasemdir
banner
banner