Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso: Get dekkað Messi í draumi eða í PlayStation
Insigne gæti misst af leiknum
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, hefur miklar mætur á fótboltasnillingnum Lionel Messi.

Messi verður í liði Barcelona sem tekur á móti Napoli í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gattuso var spurður hvernig hann hyggst stöðva argentínsku goðsögnina.

„Ég get dekkað Messi í draumum mínum eða þegar ég kveiki á PlayStation tölvu sonar mins. Ég reyndi að dekka hann þegar ég spilaði fyrir Milan og var 10-15kg léttari en í dag," sagði Gattuso brosandi.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Napolí og hefur gengi Börsunga ekki verið sérlega gott á fyrstu mánuðunum undir stjórn Quique Setien.

„Þetta verður frábær leikur og við ætlum ekki að pæla í útivallarmarkinu sem við verðum að skora. Við þurfum að mæta yfirvegaðir til leiks og spila sem liðsheild. Við munum fá færi, við verðum bara að nýta þau."

Gattuso var að lokum spurður út í fyrirliðann Lorenzo Insigne sem er tæpur fyrir leikinn gegn Barca.

„Ég er búinn að ræða við Lorenzo. Við erum smeykir því hann finnur fyrir verk í aðfærivöðva. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag."

Viðureignin fer fram laugardaginn 8. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner