Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   sun 02. ágúst 2020 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lecce fallið eftir mikinn markaleik
Andri Fannar á framtíðina fyrir sér.
Andri Fannar á framtíðina fyrir sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Genoa er búið að bjarga sér frá falli úr Serie A deildinni eftir frábæran 3-0 sigur gegn Verona í lokaumferðinni.

Antonio Sanabria skoraði tvennu á fyrsta hálftímanum og gerði Cristian Romero þriðja markið skömmu fyrir leikhlé. Þrír leikmenn fengu rautt spjald í síðari hálfleik en engin mörk voru skoruð.

Lecce fellur hins vegar úr deildinni eftir fjörugan leik gegn Parma. Lecce þurfti sigur til að eiga möguleika á að bjarga sér.

Þar komst Parma í tveggja marka forystu snemma leiks en heimamenn í Lecce náðu að jafna fyrir leikhlé.

Gestirnir náðu að bæta tveimur mörkum við eftir leikhlé og tókst Lecce ekki að koma til baka. Lokatölur 3-4.

Að lokum fékk Andri Fannar Baldursson að spila síðustu 20 mínúturnar er Bologna gerði jafntefli við Torino.

SPAL 1 - 3 Fiorentina
0-1 Alfred Duncan ('30)
1-1 Marco D'Alessandro ('39)
1-2 Cristian Kouame ('89)
1-3 Erick Pulgar ('94, víti)

Bologna 1 - 1 Torino
1-0 Mattias Svanberg ('18)
1-1 Simone Zaza ('66)

Genoa 3 - 0 Verona
1-0 Antonio Sanabria ('13)
2-0 Antonio Sanabria ('25)
3-0 Cristian Romero ('44)
Rautt spjald: Cristian Romero, Genoa ('61)
Rautt spjald: Sofyan Amrabat, Verona ('91)
Rautt spjald: Francesco Cassata, Genoa ('92)

Lecce 3 - 4 Parma
0-1 Fabio Lucioni ('11, sjálfsmark)
0-2 Gianluca Caprari ('24)
1-2 Antonin Barak ('40)
2-2 Biagio Meccariello ('45)
2-3 Andreas Cornelius ('52)
2-4 Roberto Inglese ('67)
3-4 Gianluca Lapadula ('69)

Sassuolo 0 - 1 Udinese
0-1 Stefano Okaka ('53)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir