Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel reiður: Þið leitið alltaf að neikvæðum punktum
Tuchel og hans teymi.
Tuchel og hans teymi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Thomas Tuchel, þjálfari franska stórliðsins Paris Saint-Germain, hefur engar áhyggjur af því að liðið sé ekki að skora nægilega mikið af mörkum.

Upp á síðkastið hefur PSG bæði unnið franska bikarinn og deildabikarinn. PSG vann Lyon í úrslitaleik deildabikarsins á föstudagskvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að leik loknum var markalaus, bæði eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

PSG hefur aðeins skorað tvö mörk á síðustu 210 mínútum en Tuchel er ekki sáttur með gagnrýni á sóknarleik liðsins.

„Já, við erum heppnir. Þið getið skrifað það niður. Engin gæði, bara heppni," sagði Tuchel pirraður við fjölmiðlamenn og hélt áfram: „Bendið mér á lið sem skorar fjögur eða fimm mörk í hverjum einasta leik. Það er ekki mögulegt."

„Þið eruð alltaf að leita að neikvæðum punktum. Það eru 99 jákvæðir punktar, en þið finnið 100. punktinn og hann neikvæður. Þið leitið að vandamálum þegar það eru engin vandamál. Við unnum titilinn."

PSG mun mæta Atalanta í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 12. ágúst næstkomanid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner