Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp eina mark Plymouth í 3-1 tapi gegn Barnsley í 1. umferð ensku C-deildarinnar í dag.
Landsliðsmaðurinn hélt kyrru fyrir hjá Plymouth eftir fall liðsins úr B-deildinni á síðasta ári og fer ágætlega af stað á nýju tímabili.
Að vísu lenti Plymouth 2-0 undir á fyrsta hálftímanum en Guðlaugur Victor hjálpaði liðinu að kom heimamönnum aftur inn í leikinn með því að leggja upp fyrir Caleb Watts snemma í síðari hálfleiknum.
Jack Sheperd, leikmaður Barnsley, sá rauða spjaldið hálftíma fyrir leikslok sem gaf Plymouth enn betra færi á að jafna leikinn, en í staðinn bætti Barnsley við þriðja markinu fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Davíð Snær Jóhannsson lagði upp annað mark Álasunds í 3-1 sigri liðsins á Kongsvinger í B-deildinni í Noregi. Ólafur Guðmundsson byrjaði hjá Álasundi en Davíð kom inn af bekknum í síðari og lagði upp markið tíu mínútum síðar.
Hinrik Harðarson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í 1-0 tapi Odd gegn Egersund.
Álasund er í 3. sæti með 26 stig en Odd er í 8. sæti með 22 stig eftir sextán umferðir.
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson komu báðir inn af bekknum hjá Birmingham City sem lagði úrvalsdeildarlið Nottingham Forest að velli, 1-0, í æfingaleik. Willum lék rúman hálftíma en Alfons kom inn þegar stundarfjórðungur var eftir.
Rúnar Þór Sigurgeirsson byrjaði þá hjá Willem II sem tapaði fyrir Eupen, 1-0, í æfingaleik.
Athugasemdir