Varnarmaðurinn Nathan Collins mun bera fyrirliðabandið hjá Brentford á komandi tímabili en þetta staðfestir Keith Andrews, stjóri félagsins.
Danski landsliðsmaðurinn Christian Norgaard hafði verið fyrirliði Brentford frá 2023 en hann gekk í raðir Arsenal í sumar og þurfti því enska úrvalsdeildarfélagið að finna nýjan mann í hlutverkið.
Collins, sem er 24 ára gamall miðvörður, hefur verið gerður að fyrirliða liðsins.
„Ég hef þekkt Nathan síðan hann var 14 ára gamall eftir að hafa þjálfað nokkur unglingalandslið Írlands. Hann hefur alltaf verið náttúrulegur leiðtogi og öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur einnig þróað fagmennsku sína á nýtt stig því hann hefur verið hluti af umhverfinu í nokkur ár og drukkið í sig þekkingu frá frábæru fólki.“
„Það er góður talandi í honum og hann er með mjög góð gildi, bæði innan sem utan vallar og því eðlilegt að leikmenn dragist að honum. Hann nýtur virðingar frá öllum leikmönnunum og þjálfarateyminu sem er lykilkostur til að hafa. Hann hentar því frábærlega í þetta hlutverk, en hann er bara einn leikmaður og þarf stuðning okkar allra sem eru í búningsklefanum,“ sagði Andrews.
Collins, sem kom til Brentford frá Wolves fyrir tveimur árum, hefur spilað 77 leiki og skorað 4 mörk í öllum keppnum með Lundúnafélaginu.
Captain Collins ????????
— Brentford FC (@BrentfordFC) August 2, 2025
Keith Andrews has confirmed Nathan Collins as our new club captain ahead of the 2025/26 Premier League season ????
Athugasemdir