lau 02. ágúst 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flóknar viðræður Juventus og Marseille að taka enda
Mynd: EPA
Juventus og Marseille nálgast samkomulag um Timothy Weah eftir erfiðar viðræður.

Franska félagið var ekki sátt með Juventus því félagið hafnaði 13 milljón evra tilboði frá félaginu eftir að Juventus hafði samþykkt sama tilboð frá Nottingham Forest.

Weah hafnaði hins vegar tækifærinu að ganga til liðs við Forest.

VIðræðurnar voru því settar á ís því Marseille var ekki tilbúið að hækka tilboðið. Franski miðillinn Footmercato segir hins vegar frá því að viðræðurnar séu í góðum farveg núna og það styttist í samkomulag milli félagana.
Athugasemdir
banner
banner