lau 02. ágúst 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Gerir eins árs samning við West Ham
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Callum Wilson hefur náð samkomulagi við West Ham um eins árs samning og hefur hann þegar staðist læknisskoðun en þetta segir David Ornstein hjá Athletic í dag.

Þessi 33 ára gamli framherji yfirgaf Newcastle í sumar eftir að hafa eytt fimm árum hjá félaginu.

Hann var áður á mála hjá Bournemouth og skorað 88 úrvalsdeildarmörk með félögunum tveimur.

Ornstein segir Wilson hafa samþykkt eins árs samningstilboð frá West Ham. Grunnlaun hans koma ekki fram, en það kemur hins vegar fram að stóri hluti heildarpakkans sé árangurstengdur.

Wilson hefur staðist læknisskoðun hjá Hömrunum og verður kynntur á næstu dögum.

Hann verður fjórði leikmaðurinn sem West Ham fær í sumar á eftir Kyle Walker-Peters, El Hadji Malick Diouf og Jean Clair-Todibo, sem var keyptur eftir vel heppnaða lánsdvöl.
Athugasemdir
banner
banner