lau 02. ágúst 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Hayden yfirgefur Newcastle (Staðfest)
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Isaac Hayden er farinn frá Newcastle United eftir níu ára dvöl hjá félaginu. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni í dag.

Hayden er 30 ára gamall og uppalinn hjá Arsenal en hann gekk í raðir Newcastle árið 2016.

Englendingurinn spilaði ágætlega stóra rullu í liðinu er það komst upp úr B-deildinni árið 2017.

Hann var áfram í stóru hlutverki hjá liðinu næstu árin á eftir eða fram að slæmum hnémeiðslum sem hann varð fyrir í lok árs 2021.

Tveimur árum síðar greindi Eddie Howe, stjóri Newcastle, frá því að Hayden ætti enga framtíð hjá félaginu og hann yrði seldur, en félaginu tókst ekki að finna kaupanda.

Hann var því lánaður nokkrum sinnum út til Norwich, Standard Liege, Portsmouth og QPR áður en samningur hans rann út í sumar.

Félög í ensku B-deildinni og víðar um Evrópu hafa áhuga á að fá Hayden.


Athugasemdir
banner
banner