Grindavík/Njarðvík styrkti sig vel fyrir spennandi toppbaráttu í Lengjudeild kvenna.
Félagið hefur fengið þrjá leikmenn á láni. Emma Björt Arnarsdóttir kemur frá FH, Tinna Harðardóttir frá Fylki og Hugrún Helgadóttir frá HK.
Félagið hefur fengið þrjá leikmenn á láni. Emma Björt Arnarsdóttir kemur frá FH, Tinna Harðardóttir frá Fylki og Hugrún Helgadóttir frá HK.
Emma Björt er 19 ára miðjumaður en hún var í Fram á láni í fyrra í liðinu sem fór upp um deild og stóð sig virkilega vel. Hún var á láni hjá Fylki fyrri hluta tímabilsins í Lengjudeildinni í sumar. Hún lék 11 leiki og skoraði tvö mörk.
Hugrún er 23 ára varnarmaður og er uppalin í Breiðabliki. Hún gekk til liðs við HK frá KR fyrir tímabilið í fyrra og vann hjá HK með Gylfa Tryggvasyni, þjálfara Grindavíkur/Njarðvíkur.
Tinna Harðar er 22 ára kantmaður. Hún hefur verið óheppin með meiðsli en er að koma til baka.
Lengjudeild kvenna
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. ÍBV | 18 | 16 | 1 | 1 | 78 - 15 | +63 | 49 |
| 2. Grindavík/Njarðvík | 18 | 12 | 2 | 4 | 43 - 22 | +21 | 38 |
| 3. HK | 18 | 12 | 1 | 5 | 49 - 29 | +20 | 37 |
| 4. Grótta | 18 | 12 | 1 | 5 | 38 - 25 | +13 | 37 |
| 5. KR | 18 | 9 | 1 | 8 | 45 - 43 | +2 | 28 |
| 6. Haukar | 18 | 7 | 1 | 10 | 28 - 44 | -16 | 22 |
| 7. ÍA | 18 | 6 | 3 | 9 | 26 - 36 | -10 | 21 |
| 8. Keflavík | 18 | 4 | 4 | 10 | 23 - 30 | -7 | 16 |
| 9. Fylkir | 18 | 2 | 2 | 14 | 21 - 58 | -37 | 8 |
| 10. Afturelding | 18 | 2 | 0 | 16 | 12 - 61 | -49 | 6 |
Athugasemdir



