Andri Lucas Guðjohnsen skipti yfir til Gent í Belgíu í fyrra en fann ekki góðan takt á sínu fyrsta tímabili með félaginu.
Pólski fréttamaðurinn Tomasz Wlodraczyk greinir frá því að Andri sé eftirsóttur í sumar og að pólska stórveldið Lech Poznan sé meðal félaga sem vilja krækja í framherjann.
Andri Lucas er 23 ára og skoraði ekki nema 5 mörk í 46 leikjum á sinni fyrstu leiktíð með Gent. Það er því rökrétt að belgíska félagið sé reiðubúið til að hlusta á tilboð í leikmanninn.
Gent borgaði um 3 milljónir evra til að kaupa Andra úr röðum Lyngby í fyrra.
Andri, sem ólst upp á Spáni, hefur einnig spilað fyrir Norrköping á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.
Hann á 9 mörk í 34 A-landsleikjum eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.
Gísli Gottskálk Þórðarson er á mála hjá Lech Poznan.
????Andri Gudjohnsen to napastnik, o którego stara si? Lech Pozna?. 23-latek z Gent ma kilka ofert, a jedn? z nich jest „Kolejorz”:
— Tomasz W?odarczyk (@wlodar85) August 2, 2025
?? https://t.co/ANKXnX7Yk1 pic.twitter.com/NnNeWxp97E
Athugasemdir