Yassine Cheuko, lífvörður argentínska fótboltamannsins Lionel Messi, má ekki mæta á fleiri leiki með Inter Miami í deildabikarnum í Norður-Ameríku eftir atvik sem átti sér stað í vikunni.
Cheuko hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hefur fylgt Messi hvert fótmál síðan sá argentínski samdi við Inter Miami fyrir tveimur árum.
Hann hefur haft nóg fyrir stafni og þurft að hlaupa inn á völlinn nokkrum sinnum til þess að vernda leikmanninn frá æstum stuðningsmönnum.
Lífvörðurinn braut hins vegar reglurnar á miðvikudag í leik Miami gegn mexíkóska liðinu Atlas. Leikmenn beggja liða tókust á eftir leikinn og ákva Cheuko að skerast inn í leikinn með því að nýta tveimur leikmönnum Atlas.
Hann hefur nú verið dæmdur í bann út mótið en það er ESPN sem greinir frá þessu. Nafn Cheuko er ekki tekið fram í úrskurði aganefndar en ESPN fullyrðir að Cheuko sé maðurinn sem um ræðir.
???? Messi’s bodyguard banned from the rest of the Leagues Cup ????
— MARCA in English ???????? (@MARCAinENGLISH) August 2, 2025
Leagues Cup announced today the ban after Yassine Cheuko entered restricted areas without proper credentials following the July 30 match vs. Club Atlas.#leaguescup #soccer #intermiami #atlas pic.twitter.com/Wauu9P523O
Athugasemdir