lau 02. ágúst 2025 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Mónakó kaupir aðalmarkvörð Leverkusen
Mynd: EPA
AS Mónakó er að ganga frá kaupum á Lukas Hradecky, finnskum aðalmarkverði Bayer Leverkusen.

Hradecky er 35 ára gamall og hefur varið mark Leverkusen síðastliðin sjö ár. Þar áður var hann hjá Eintracht Frankfurt og Bröndby.

Hann er enn í dag aðalmarkvörður Finnlendinga enda besti markvörður sem þeir hafa framleitt síðan Jussi Jääskeläinen.

Mónakó borgar tæplega 5 milljónir evra til að kaupa Hradecky og er Leverkusen núna í leit að nýjum markverði fyrir framtíðina.

Þjóðverjarnir keyptu Mark Flekken, 32 ára, úr röðum Brentford í sumar en eru í leit að öðrum markverði til að veita honum samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner