lau 02. ágúst 2025 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Olise afgreiddi Lyon - Frábær endurkoma hjá Atalanta
Burnley tapaði gegn Stoke
Mynd: Bayern München
Mynd: Atalanta
Það var mikið um æfingaleiki víða um Evrópu í dag þar sem ýmis stórlið komu við sögu. Það var nokkuð um ensk lið sem mættu til leiks en þó mátti ekki finna einn úrvalsdeildarslag.

Michael Olise skoraði bæði mörk FC Bayern gegn Lyon í dag þar sem Bæjarar höfðu betur, 2-1.

Atalanta sigraði þá RB Leipzig þrátt fyrir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Loïs Openda tók forystuna snemma leik fyrir Leipzig og hélst staðan 1-0 allt þar til á lokamínútunum, þegar Gianluca Scamacca og Lorenzo Bernasconi sneru leiknum við með sitthvoru markinu á fimm mínútna kafla.

Úrvalsdeildarliðin Leeds United, Brentford, Burnley, Sunderland og Brighton mættu til leiks í dag og var gengi liða misjafnt.

Joël Piroe skoraði eina mark Leeds í jafntefli gegn Villarreal á meðan Nathan Collins gerði sigurmark Brentford gegn QPR. Hákon Rafn Valdimarsson sat á bekknum hjá Brentford.

Til gamans má geta að Collins var kynntur sem nýr fyrirliði Brentford í dag eftir söluna á Christian Nörgaard og fagnaði því með sigurmarki.

Burnley tapaði fyrir Stoke og Sunderland réði ekki við Real Betis á meðan Brighton gerði fjögurra marka jafntefli við Southampton. Yankuba Minteh kom Brighton í tveggja marka forystu en Southampton tókst að jafna í síðari hálfleik.

Juventus gerði þá jafntefli við Reggiana á meðan Bologna lagði gríska félagið Levadiakos að velli.

Feyenoord rúllaði þá yfir Wolfsburg áður en hætta þurfti leik vegna neyðarástands á áhorfendapöllunum þar sem einn áhorfenda þurfti læknisaðstoð.

Stuttgart skoraði sex gegn Toulouse á meðan Union Berlin tapaði fyrir Espanyol. Að lokum var mikið af liðum úr Championship deildinni sem mættu til leiks í dag.

FC Bayern 2 - 1 Lyon
1-0 Michael Olise ('53, víti)
2-0 Michael Olise ('62)
2-1 Alejandro Gomes ('83)

RB Leipzig 1 - 2 Atalanta
1-0 Lois Openda ('12)
1-1 Gianluca Scamacca ('85)
1-2 Lorenzo Bernasconi ('90)

Leeds 1 - 1 Villarreal
0-1 Etta Eyong ('62)
1-1 Joel Piroe ('67)

QPR 0 - 1 Brentford
0-1 Nathan Collins ('2)

Stoke 1 - 0 Burnley
1-0 Ben Wilmot ('13)
Rautt spjald: Josh Laurent, Burnley ('61)

Sunderland 0 - 1 Real Betis
0-1 Aitor Ruibal ('74)

Southampton 2 - 2 Brighton
0-1 Yankuba Minteh ('25)
0-2 Yankuba Minteh ('65)
1-2 Jay Robinson ('69)
2-2 Adam Armstrong ('73, víti)

Juventus 2 - 2 Reggiana
0-1 N. Girma ('22)
1-1 Francisco Conceicao ('23)
2-1 Dusan Vlahovic ('47)
2-2 C. Gondo ('72)

Bologna 3 - 2 Levadiakos

Feyenoord 4 - 0 Wolfsburg

Stuttgart 6 - 0 Toulouse

Union Berlin 0 - 1 Espanyol

Middlesbrough 2 - 2 Deportivo La Coruna

NEC Nijmegen 3 - 1 Blackburn

Norwich 2 - 1 NAC Breda

Portsmouth 1 - 0 Zwolle

Hull 0 - 0 Getafe

West Brom 3 - 2 Rayo Vallecano

Estoril 0 - 3 Millwall

Auxerre 0 - 3 Ipswich

Coventry 2 - 2 St. Pauli

Oxford 3 - 0 Malaga

Swansea 1 - 3 Lorient

Derby 2 - 0 Atromitos

Heerenveen 1 - 1 Olympiakos

Athugasemdir
banner
banner