lau 02. ágúst 2025 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Reyna að sannfæra Núnez um að flytja til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Al-Hilal er að gera heiðarlega tilraun til þess að kaupa úrúgvæska framherjann Darwin Núnez yfir til Sádi-Arabíu í sumar.

Núnez er samningsbundinn Liverpool og vill félagið selja hann fyrir 60 milljónir punda í sumar. Það er 15 milljónum minna helur en Englandsmeistararnir borguðu til að kaupa hann fyrir þremur árum.

Talið er að Núnez sé ekki sérlega áhugasamur um að skipta til Sádi-Arabíu en risastórt samningstilboð frá Al-Hilal gæti hjálpað honum við að skipta um skoðun.

Núnez, 26 ára, tókst ekki að sanna sig hjá Liverpool og er félagið í mikilli leit að nýjum framherja.

Hjá Al-Hilal myndi hann spila með leikmönnum á borð við Theo Hernández, Aleksandar Mitrovic, Malcom, Sergej Milinkovic-Savic, Rúben Neves og Joao Cancelo.
Athugasemdir
banner
banner