Marcel Schäfer, yfirmaður fótboltamála hjá RB Leipzig, staðfesti í viðtali í dag að Benjamin Sesko hafi ekki verið með í æfingaleik útaf tilboðum sem bárust í leikmanninn.
Sesko var ekki með í 2-1 tapi Leipzig gegn Atalanta og svaraði Schäfer spurningum að leikslokum.
„Við ætlum ekki að fara út í smáatriði en það eru nokkur félög sem hafa sýnt mikinn áhuga og eru búin að leggja fram kauptilboð í leikmanninn. Þetta er ástæðan fyrir því að hann var ekki í hóp í dag," sagði Schafer.
Sky Sports segir að Newcastle United sé búið að leggja fram tilboð sem mætir kröfum Leipzig og er mögulegt að fleiri félög séu tilbúin til að leggja fram eins tilboð. Sesko mun því líklega geta valið á milli nokkurra félagsliða. Manchester United er eitt þeirra.
Leipzig vill 80 milljónir evra (70 milljónir punda) fyrir 22 ára gamlan Sesko.
Athugasemdir