lau 02. ágúst 2025 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfarnir reyna að stela Juanlu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Napoli hafa verið í viðræðum við Sevilla undanfarnar vikur til að semja um kaupverð fyrir bakvörðinn Junalu Sánchez.

Þær viðræður þokast hægt áfram og ætlar enska úrvalsdeildarfélagið Wolves að nýta tækifærið til að stela leikmanninum undan nefinu á Napoli.

Juanlu, sem verður 22 ára eftir tvær vikur, er hægri bakvörður sem getur einnig spilað úti á kanti eða á miðjunni.

Sevilla er talið vilja 20 milljónir evra fyrir leikmanninn en Napoli var aðeins tilbúið til að bjóða rétt rúmar 15 milljónir.

Juanlu er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Napoli og hefur verið að bíða eftir að félögin nái samkomulagi um kaupverð.

Hann hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Spánar og vann Ólympíuleikana með U23 liðinu í fyrra.

Úlfunum vantar nýjan hægri bakvörð eftir að Nélson Semedo fór til Fenerbahce á frjálsri sölu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner