lau 02. ágúst 2025 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að halda Kiwior
Mynd: Arsenal
Framtíð pólska varnarmannsins Jakub Kiwior er í óvissu þar sem nokkur félög hafa sýnt honum áhuga í sumar.

Kiwior er 25 ára gamall og hefur tekið þátt í 68 leikjum á tveimur og hálfu ári hjá Arsenal.

Hann er ekki með sæti í byrjunarliðinu en hefur þó spilað vel og vill Mikel Arteta þjálfari halda honum hjá félaginu.

Kiwior gæti þó haft áhuga á að skipta yfir til félags þar sem hann fær meiri spiltíma.

Arsenal hefur þegar hafnað einu tilboði frá Portúgal í leikmanninn í sumar en félagið ætlar ekki að standa í vegi fyrir Kiwior ef hann vill róa á önnur mið.

Kiwior er mikilvægur hlekkur í pólska landsliðinu og borgaði Arsenal um 20 milljónir punda til að kaupa hann úr röðum Spezia í janúar 2023. Varnarmaðurinn á þrjú ár eftir af samningi hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner