Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. október 2022 10:32
Brynjar Ingi Erluson
Að minnsta kosti 174 látnir í troðningi í Indónesíu
Það greip um sig skelfing eftir að lögreglan beitti táragasi á stuðningsmenn
Það greip um sig skelfing eftir að lögreglan beitti táragasi á stuðningsmenn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Að minnsta kosti 174 manns hafa látið lífið í troðningi á leik í efstu deild í Indónesíu en þetta er eitt versta slys sem hefur átt sér stað á fótboltaleik.

Arema FC og Persebaya áttust við í gærkvöldi á Kanjuruhan-leikvanginum en þar mættust erkifjendur og var búist við fjörugum leik, en það breyttist í algera martröð.

Fleiri voru á vellinum en reglur segja til um og greip skelfing um sig þegar lögreglan fór að beita táragasi á stuðningsmenn sem reyndu að hlaupa inn á völlinn.

Stuðningsmenn reyndu að yfirgefa leikvanginn í flýti sem varð til þess að margir köfnuðu og er nú talið að 174 manns hafi látist í troðningi og að minnsta kosti 180 eru særðir.

Alþjóðaknattspyrnusamband, FIFA, segir fótboltaheiminn í losti og sent samúðarkveðjur til Indónesíu, en fordæmir alla notkun á táragasi á fótboltaleikjum.

Eitt vitni á leiknum segir lögregluna hafa skotið fjölmörgum skotum af táragasi í átt að stuðningsmenn og hafi mikil skelfing gripið um sig í kjölfarið.

Stuðningsmönnum Persebaya var bannað að kaupa miða á leikinn vegna fjandskap milli þessara félaga. Það hefur komið fram að 42 þúsund miðar voru seldir á leikinn en leikvangurinn tekur aðeins 38 þúsund.

Joko Widodo, forseti Indónesíu, hefur látið fresta öllum leikjum deildarinnar á meðan málið er rannsakað.

Slysið er eitt það skæðasta í sögu fótboltans. Árið 1964 dóu 320 manns og 1000 særðust er Perú og Argentínu mættust í undankeppni HM í Lima. Þá létust 39 manns á Heysel-leikvanginum í Brussel er Juventus og Liverpool áttust við í í úrslitum í Evrópukeppni meistaraliða og 97 manns létust í Hillsborough-slysinu í undanúrslitaleik Nottingham Forest og Liverpool í enska bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner