Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 02. október 2022 18:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Barátta og sótt á báða bóga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær tilfinning því okkur hefur gengið illa með ÍA og tapað síðustu tveimur leikjum gegn þeim hérna. Þeir hafa verið okkur erfiðir en við vissum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og myndu leggja allt undir og þetta var þannig leikur. Þetta var barátta og sótt á báða bóga og spjöld en mér fannst við leysa þetta vel.“
Sagði þjálfari Keflavíkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir 3-2 sigur hans manna gegn ÍA á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og fengu nokkur álitleg færi til þess að ná forystu sem fóru forgörðum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Skagamenn náðu forystu. Keflvíkingar svöruðu þó vel og voru komnir með 2-1 forystu þegar hálfleiksflautið gall.

„Ég var ánægður með að við fórum inn í hálfleik með 2-1 og mér fannst við eiga það skilið. Við vorum betri aðilinn en við vissum að það er oft næsta mark á eftir sem skilur á milli og ef við hefðum skorað það þá hefði það verið flott en í staðinn varð leikurinn jafn og þá var bara að halda áfram og bæta við. Joey skorar þá frábært mark beint úr aukaspyrnu sem var bara snilld.“

Keflavík sem stefndi á efri hlutann en náði ekki því markmiði sínu hefur þannig séð að litlu að keppa í neðri hluta deildarinnar og er ekki í neinni raunverulegri fallhættu þó tölfræðilega geti liðið enn fallið. Eru það persónuleg markmið og stolt sem drífa liðið áfram?

„Já og líka bara að bæta okkur sem lið og sýna okkur og öðrum að við erum betri en staða okkar í deildinni segir og vonandi náum við að halda því áfram. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir