Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 02. október 2022 18:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Barátta og sótt á báða bóga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær tilfinning því okkur hefur gengið illa með ÍA og tapað síðustu tveimur leikjum gegn þeim hérna. Þeir hafa verið okkur erfiðir en við vissum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og myndu leggja allt undir og þetta var þannig leikur. Þetta var barátta og sótt á báða bóga og spjöld en mér fannst við leysa þetta vel.“
Sagði þjálfari Keflavíkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir 3-2 sigur hans manna gegn ÍA á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og fengu nokkur álitleg færi til þess að ná forystu sem fóru forgörðum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Skagamenn náðu forystu. Keflvíkingar svöruðu þó vel og voru komnir með 2-1 forystu þegar hálfleiksflautið gall.

„Ég var ánægður með að við fórum inn í hálfleik með 2-1 og mér fannst við eiga það skilið. Við vorum betri aðilinn en við vissum að það er oft næsta mark á eftir sem skilur á milli og ef við hefðum skorað það þá hefði það verið flott en í staðinn varð leikurinn jafn og þá var bara að halda áfram og bæta við. Joey skorar þá frábært mark beint úr aukaspyrnu sem var bara snilld.“

Keflavík sem stefndi á efri hlutann en náði ekki því markmiði sínu hefur þannig séð að litlu að keppa í neðri hluta deildarinnar og er ekki í neinni raunverulegri fallhættu þó tölfræðilega geti liðið enn fallið. Eru það persónuleg markmið og stolt sem drífa liðið áfram?

„Já og líka bara að bæta okkur sem lið og sýna okkur og öðrum að við erum betri en staða okkar í deildinni segir og vonandi náum við að halda því áfram. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner