Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 02. október 2022 18:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Barátta og sótt á báða bóga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær tilfinning því okkur hefur gengið illa með ÍA og tapað síðustu tveimur leikjum gegn þeim hérna. Þeir hafa verið okkur erfiðir en við vissum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og myndu leggja allt undir og þetta var þannig leikur. Þetta var barátta og sótt á báða bóga og spjöld en mér fannst við leysa þetta vel.“
Sagði þjálfari Keflavíkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir 3-2 sigur hans manna gegn ÍA á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og fengu nokkur álitleg færi til þess að ná forystu sem fóru forgörðum. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Skagamenn náðu forystu. Keflvíkingar svöruðu þó vel og voru komnir með 2-1 forystu þegar hálfleiksflautið gall.

„Ég var ánægður með að við fórum inn í hálfleik með 2-1 og mér fannst við eiga það skilið. Við vorum betri aðilinn en við vissum að það er oft næsta mark á eftir sem skilur á milli og ef við hefðum skorað það þá hefði það verið flott en í staðinn varð leikurinn jafn og þá var bara að halda áfram og bæta við. Joey skorar þá frábært mark beint úr aukaspyrnu sem var bara snilld.“

Keflavík sem stefndi á efri hlutann en náði ekki því markmiði sínu hefur þannig séð að litlu að keppa í neðri hluta deildarinnar og er ekki í neinni raunverulegri fallhættu þó tölfræðilega geti liðið enn fallið. Eru það persónuleg markmið og stolt sem drífa liðið áfram?

„Já og líka bara að bæta okkur sem lið og sýna okkur og öðrum að við erum betri en staða okkar í deildinni segir og vonandi náum við að halda því áfram. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner