Varnarmaðurinn Oskar Wasilewski hefur yfirgefið herbúðir Selfoss og verður ekki áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.
Oskar gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið sem var að klárast og lék fyrir liðið tuttugu leiki og gerði eitt mark.
„Oskar ætlar á næstu misserum að einbeita sér að meira að vinnu getur því ekki stundað knattspyrnuna af fullum krafti," segir í tilkynningu Selfoss.
„Við þökkum Oskari fyrir tímann og óskum honum góðs gengis í sínum verkefnum."
Oskar er fjölhæfur varnarmaður sem er fæddur árið 2000. Hann er uppalinn hjá ÍA en hefur einnig leikið með Kára og Aftureldingu á sínum ferli.
Selfoss féll úr Lengjudeildinni í sumar og spilar í 2. deild næsta sumar.
Athugasemdir