Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oskar Wasilewski yfirgefur Selfoss (Staðfest)
watermark Oskar Wasilewski.
Oskar Wasilewski.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnarmaðurinn Oskar Wasilewski hefur yfirgefið herbúðir Selfoss og verður ekki áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Oskar gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið sem var að klárast og lék fyrir liðið tuttugu leiki og gerði eitt mark.

„Oskar ætlar á næstu misserum að einbeita sér að meira að vinnu getur því ekki stundað knattspyrnuna af fullum krafti," segir í tilkynningu Selfoss.

„Við þökkum Oskari fyrir tímann og óskum honum góðs gengis í sínum verkefnum."

Oskar er fjölhæfur varnarmaður sem er fæddur árið 2000. Hann er uppalinn hjá ÍA en hefur einnig leikið með Kára og Aftureldingu á sínum ferli.

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í sumar og spilar í 2. deild næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner