Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mið 02. október 2024 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar læknum og sjúkraþjálfurum Íslands eftir flensuna í Tyrklandi
Icelandair
Úr leiknum í Tyrklandi.
Úr leiknum í Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Ísland hóf keppni í Þjóðadeild karla í síðasta mánuði er liðið vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og tapaði nokkrum dögum síðar í Tyrklandi.

Í Tyrklandi fengu allt að 15 leikmenn Íslands magakveisu og hafði það áhrif á þá í leiknum.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í flensuferðina í Tyrklandi á fréttamannafundi í dag.

„Það er erfitt að höndla vírus en mér fannst læknarnir og sjúkraþjálfararnir gera það mjög vel. Þeir reyndu að koma í veg fyrir að vírusinn myndi smitast of mikið á milli manna," sagði Hareide.

„Þetta hafði mikil áhrif á suma leikmenn en við notuðum það ekki sem afsökun. Þetta gerist stundum þegar lið er mikið saman."

„Ég stórefast um að þetta hafi tengst matnum. Við erum með stórkostlegan kokk sem eldar alltaf góðan mat fyrir okkur."

Næstu leikur Íslands í Þjóðadeildinni eru gegn Wales og Tyrklandi á Laugardalsvelli núna í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner