Heimild: Vísir
„FH gerði sín stærstu mistök í sögu félagsins þegar Heimir Guðjónsson var látinn fara árið 2017. Eru FH-ingar að endurtaka þau mistök?" spyr íþróttafréttamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson í pistli á Vísi.
„Síðan leiðir FH og Heimis skildu 2017 hafa FH-ingar ekki verið í titilbaráttu og dýrðardagar félagsins eru að baki. Fyrir því eru ýmsar ástæður og það er kannski einföldun að segja að brotthvarf Heimis sé eingöngu um að kenna. En sagan hefur ekki dæmt ákvörðun FH að láta Heimi fara fyrir átta árum vel. Spurningin núna er hvernig sagan mun dæma ákvörðunina sem forráðamenn FH tóku á dögunum?"
Davíð Þór Viðarsson yfirmaður fótboltamála viðurkennir að áhætta sé fólgin í ákvörðun FH að skipta um þjálfara en hún tengist stefnu sem er verið að innleiða varðandi hvernig liðið spilar. Í pistli sínum segir Ingvi að í öllu tali um falleg orð eins og gildi, vegferð og stefnu passar Heimir kannski ekki inn.
FH hefur ákveðið í annað sinn að segja skilið við Heimi. Liðið hefur verið í traustum höndum hans og er í efri hluta Bestu deildarinnar. Eitthvað sem flestir telja mjög góðan árangur miðað við mannskap.
„Síðan leiðir FH og Heimis skildu 2017 hafa FH-ingar ekki verið í titilbaráttu og dýrðardagar félagsins eru að baki. Fyrir því eru ýmsar ástæður og það er kannski einföldun að segja að brotthvarf Heimis sé eingöngu um að kenna. En sagan hefur ekki dæmt ákvörðun FH að láta Heimi fara fyrir átta árum vel. Spurningin núna er hvernig sagan mun dæma ákvörðunina sem forráðamenn FH tóku á dögunum?"
Davíð Þór Viðarsson yfirmaður fótboltamála viðurkennir að áhætta sé fólgin í ákvörðun FH að skipta um þjálfara en hún tengist stefnu sem er verið að innleiða varðandi hvernig liðið spilar. Í pistli sínum segir Ingvi að í öllu tali um falleg orð eins og gildi, vegferð og stefnu passar Heimir kannski ekki inn.
FH hefur ákveðið í annað sinn að segja skilið við Heimi. Liðið hefur verið í traustum höndum hans og er í efri hluta Bestu deildarinnar. Eitthvað sem flestir telja mjög góðan árangur miðað við mannskap.
„Heimir er ekki sá háfleygasti í viðtölum og talar ekki eins og hann sé nýútskrifaður af námskeiði í mannauðsstjórnun. En þegar kemur að því að þjálfa fótboltalið standa fáir honum framar og ná árangri, þótt að tími hans á hæsta tindi íslenska boltans sé kannski liðinn, eins og FH-inga," skrifar Ingvi.
„FH veit hvað það hefur í Heimi en forráðamenn félagsins hafa ákveðið að taka skrefið út í óvissuna. Hvað bíður þar kemur í ljós en það er vonandi fyrir stuðningsmenn FH að ákvörðunin að skipta Heimi út reynist betur en fyrir átta árum."
Hér má lesa pistilinn í heild en þar er meðal annars fjallað um tíma Heimis hjá FH og hvernig hann hefur mótað liðið eins og það er í dag. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Jóhannes Karl Guðjónsson næsti þjálfari FH.
Athugasemdir