Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 02. nóvember 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yorke ráðinn landsliðsþjálfari Trínidad og Tóbagó
Mynd: Getty Images

Dwight Yorke, fyrrum framherji Man Utd, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Trínidad og Tóbagó.


Yorke er 52 ára en hann var fyrirliði Trínidad og Tóbagó á HM 2026 og var aðstoðarþjálfari liðsins árið 2009.

„Ég er stoltur að hafa fengið þann heiður að leiða landslið Trínidad og Tóbagó. Ég hlakka til að fá tækifæri til að vinna með þessum hæfileikaríka hópi leikmanna," sagði Yorke.

„Að hafa hjálpað liðinu í undanúrslit í Gullbikarnum árið 2000, verið fyrirliði á HM 2006 og aðstoðarþjálfari hefur ást mín og skuldbinding við landsliðið mitt verið skjalfest."

Yorke er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Man Utd en hann skoraði 65 mörk í 152 leikjum frá 1998-2002. Hann vann ensku deildina þrisvar, enska bikarinn einu sinni og Meistaradeildina einu sinni. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir hönd Trínidad og Tóbagó og skoraði 19 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner