Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Dier segir að Arteta sé mest spennandi ungi stjóri Evrópu
Eric Dier.
Eric Dier.
Mynd: Getty Images
Eric Dier, varnarmaður Tottenham, segir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sé mest spennandi ungi stjórinn í Evrópu.

Norður-Lundúnarliðin mætast á sunnudag. Arsenal hefur vegnað illa í sínum leikjum að undanförnu en Dier telur að liðið sé í góðum höndum.

„Þeir eru að fara í gegnum erfiðan tíma en í leikjum eins og þessum skiptir ekki máli hvar liðin eru í töflunni. Við vitum hversu erfiður leikur þetta verður," segir Dier.

„Arsenal hefur mikil gæði í liði sínu. Þeir eru með mjög spennandi ungan stjóra. Mest spennandi unga stjóra í Evrópu. Ég er hrifinn af hans hugmyndum. Ég tel að liðið sé í góðum höndum."

Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1961.
Athugasemdir
banner
banner
banner