Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 09:17
Kári Snorrason
Rosenior tekur við Chelsea - „Tækifæri sem ég get ekki hafnað“
Liam Rosenior er 41 árs gamall Englendingur.
Liam Rosenior er 41 árs gamall Englendingur.
Mynd: EPA
Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg, segir að munnlegt samkomulag sé í höfn um að hann taki við sem næsti stjóri Chelsea. Rosenior mun taka við af Enzo Maresca, sem lét af störfum á nýársdag.

Rosenior er stjóri Strasbourg en félagið er í eigu BlueCo líkt og Chelsea. Þjálfarinn ræddi við fjölmiðla í Frakklandi rétt í þessu og greindi frá tíðindunum.

„Ég get ekki hafnað þessu tækifæri til að ganga til liðs við ótrúlegt félag og ótrúlegan leikmannahóp sem er heimsmeistari félagsliða.“

„Ég er ekki búinn að skrifa undir ennþá. Allt er þó samið og þetta ætti að ganga í gegn á næstu klukkustundum,“ segir Rosenior.

Hann var stjóri Strasbourg í um eitt og hálft ár en liðið hafnaði í sjöunda sæti frönsku deildarinnar á síðasta ári.

„Síðustu 18 mánuðir hafa verið frábærir og besti tíminn á ferli mínum til þessa. Ég mun elska þetta félag út ævina en ég get ekki hafnað Chelsea.“


Athugasemdir
banner
banner
banner