Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 10:30
Kári Snorrason
Stuðningsmenn Bayern æfir út í ummæli Lennart Karl
Karl er ekki í náðinni hjá stuðningsmönnum Bayern eftir ummæli sín um Real Madrid.
Karl er ekki í náðinni hjá stuðningsmönnum Bayern eftir ummæli sín um Real Madrid.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn þýska stórveldisins Bayern Munchen eru ekki parsáttir með ungstirnið Lennard Karl þessa dagana.

Hinn 17 ára gamli Karl lét þau ummæli falla nýverið að draumur hans væri að spila fyrir Real Madrid einn daginn.

Stuðningsmenn liðsins hafa látið reiði sína í ljós á samfélagsmiðlum og efast þeir margir um tryggð unga leikmannsins. Þá hefur Karl slökkt á athugarsemdarfærslum á samfélagsmiðlinum Instagram.

Karl er 17 ára gamall sóknartengiliður sem hefur sprungið út á tímabilinu, þar sem hann hefur komið að 8 mörkum í 22 keppnisleikjum það sem af er tímabils.

Karl, sem á 16 mörk í 26 leikjum fyrir yngri landslið Þýskalands, er með tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Bayern.

Athugasemdir
banner
banner
banner